Á fyrsta fundi í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var lögð fram umsögn Örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á nýju sveitarfélagi
Bæjarstjórn lagði til að unnin verði skoðanankönnun meðal íbúa um nafn á nýtt sveitarfélag þar sem kosið verði á milli nafnanna
Barðsbyggð
Kópsbyggð
Látrabyggð
Suðurfjarðabyggð
Tálknabyggð
Vesturbyggð
En það eru sex af þeim sjö nöfnum sem Örnefnanefnd mælti með.
Ákveðið var að undanskilja nafnið Látrabjargsbyggð.
Könnunin mun fara fram í gegnum vefinn betraisland.is og niðurstöðurnar verða notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.