Orkubú Vestfjarða: hagnaður 599 m.kr.

Illugi Gunnarsson, stjórnarformaður O.V.

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða var haldinn í dag. Lagður var fram ársreikningur fyrir 2023. Tekjur síðasta árs voru 3.838 m.kr. og rekstrargjöld 3.022 m.kr. Að frádregnum afskriftum og viðbættum tekjum af fjármagni varð niðurstaðan hagnaður 599 m.kr. Af hagnaðinum eru greiddar 120 m.kr. í tekjuskatt til ríkissjóðs og standa þá eftir 379 m.kr. sem hagnaður fyrirtækisins.

Útgjöld vegna launa og tengdra gjalda voru 1.144 m.kr. og stöðugildin voru 61 í fyrra..

Eignir OV eru bókfærðar á 15 milljarða króna og þar af eru tæplega 11 milljarðar króna skuldlaust eigin fé. Hlutfallið er 73%.

Fjárfesting síðasta árs varð 1.091 m.kr.

Tilkynnt var um nýkjörna stjórn Ov og er hún skipuð:

Illugi Gunnarsson, sem er formaður.
Gísli Jón Kristjánsson
Unnar Hermannsson
Valgerður Árnadóttir
Viktoría Rán Ólafsdóttir

DEILA