Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða 2024

Opinn ársfundur Orkubús Vestfjarða verður haldinn í Edinborg á Ísafirði föstudaginn 17. maí kl. 12:00

Á fundinum verða kynntar niðurstöður ársreiknings fyrir árið 2023 og rætt almennt um starfsemina.  Þá verður farið í stuttu máli yfir helstu framkvæmdir síðasta árs, þær framkvæmdir sem eru á dagskrá á þessu ári og framtíðaráform fyrirtækisins.  

Á fundinum mun Auður Agla Óladóttir jarðfræðingur hjá ÍSOR flytja framsögu um jarðhitaleit á Vestfjörðum, en ÍSOR vann áætlun fyrir OV um jarðhitaleit í grennd við rafkyntar hitaveitur fyrirtækisins og stýrir nú þeirri jarðhitaleit sem fram fer á vegum Orkubús Vestfjarða þessi misserin.

Fundarmönnum verður gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til framsögumanna.

Ársfundurinn er öllum opinn og verður fundargestum boðið upp á súpu á staðnum.

Áætlað er að fundurinn standi til kl. 13:30

DEILA