Karlakórinn Ernir hélt velheppnaða tónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti í gærkvöldi. Aðsókn var góð, nokkuð á annað hundrað gestir komu til að hlýða á kórinn.
Söngdagskráin var svipuð og á tónleikum kórsins á norðanverðum Vestfjörðum í síðasta mánuði. Í kórnum voru 25 manns og auk þess stjórnandinn Jóngunnar Biereing Margeirsson og undirleikarinn Mikolaj Ólafur Frach. Kórnum tókst vel upp, raddir voru sterkar og hann virkaði öruggur í söngnum. Lagaval var fjölbreytt, allt frá Sigvalda Kaldalóns til Mugison.
Kórinn var að koma frá Vestmannaeyjum, en þangað var farið á fimmtudaginn og haldnir tónleikar með karlakór Vestmannaeyja. Voru gestir þar um 170 manns að sögn Guðjóns Torfa Sigurðssonar formanns kórsins.

Góð aðsókn var á tónleikana.

Nokkrir kórfélagar bíða eftir að tónleikarnir hefjist.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.