Ísafjörður: koma upp snyrtiaðstöðu fyrir fólk í hjólastól á Torfnesi

Kerecis völlurinn á Torfnesi í byrjun sumar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að sveitarfélagið sjái um uppbyggingu snyrtiaðstöðu með aðgengi fyrir hjólastóla við stúkuna í aðstöðu Skotíþróttafélagsins og í samstarfi við félagið. Fram kemur í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs sem lagt var fyrir bæjarráðið að það muni kosta 7 m.kr. að halda áfram við seinni áfanga viðbyggingar Skotíþróttafélagsins og koma þar upp viðeigandi aðstöðu. En það er eitt af skilyrðum fyrir því að fá samþykkt vallarleyfi KSÍ á Kerecis vellinum á Torfnesi er að salernisaðstaða sé til staðar fyrir fólk sem er bundið við hjólastól.

Einvörðungu er átt við kostnað við uppsteypu, milliveggi, hurðir og salerni og handlaugar, þ.e.a.s. að rýmið verður enn gróft og seinna meir mun falla til frekari kostnaður. Verktakinn telur að hann geti hafist handa um leið og ákvörðun verður tekin og framkvæmdin er einföld og ætti að taka um 3 vikur segir í minnisblaðinu.

Ákveðið hefur verið að hafnarsjóður kaupi gáminn af eignasjóði bæjarins fyrir snyrtingar sem nú er á vellinum. Ekki kemur fram hvert kaupverðið verður.

DEILA