Ísafjarðarhöfn: 882 tonna afli í apríl

Vestri BA í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls komu 882 tonn af bolfiski og rækju á land í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði.

Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni og var mð 220 tonn af afurðum.

Ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS fór sjö veiðiferðir og kom með 585 tonn.

Þá landaði Vestri BA tvisvar sinnum rækju samtals 77 tonn.

DEILA