Ísafjarðarbær: Steinar Darri Emilsson ráðinn verkefnastjóri

Steinar Darri Emilsson, forstöðumaður hefur verið ráðinn verkefnastjóra tæknilausna og innkaupa hjá Ísafjarðarbæ. Starfið var auglýst laust til umsóknar þann 15. mars með umsóknarfrest til og með 7. apríl.

Umsækjendur voru fimm:

Magnús Einar Magnússon, framleiðslustjóri

Muhammed Iftikhar, framkvæmdastjóri

Ólöf Birna Jensen, kennari

Óttar Grétarsson, bókari

Steinar Darri Emilsson, forstöðumaður, sem var ráðinn og hefur hann störf þann 1. júní næstkomandi.

Hann er búsettur á Akranesi, en samkvæmt svörum frá Ísafjarðarbæ er starfið staðbundið á bæjarskrifstofum. En starfsmenn hafa heimild til fjarvinnu að hluta eftir samkomulagi við yfirmann og eftir því sem hentar starfseminni segir í svarinu.

DEILA