Ísafjarðarbær: alger viðsnúningur á Vestfjörðum með sjókvíaeldinu

Frá Dýrafirði. Mynd: Arctic Fish.

Í umsögn Ísafjarðarbæjar til Alþingis um frumvarp um lagareldi segir að Ísafjarðarbær sé fylgjandi þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu þar sem skapa á skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis og efla þannig verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð Í landinu.

Segir að sveitarfélög á Vestfjörðum hafi bent á til margra ára að styrkja þurfi stjórnsýslu greinarinnar og efla eftirlit með greininni, auk þess að tryggja að ávinningur greinarinnar skili sér nærsamfélaganna. Mikilvægt sé að sjókvíaeldið fái að þróast og að þekking á atvinnugreininni verði efld með auknum rannsóknum og menntun.

Þá segir í umsögninni: „Samfélög á Vestfjörðum eiga mikið undir að atvinnugreinin vaxi enda hefur orðið algjör viðsnúningur í atvinnulífi og byggðaþróun á Vestfjörðum sl. ár með tilkomu uppbyggingar sjókvíaeldis. Greinin er orðin mikilbæg stoð í efnahagslífi landsins.“

Ísafjarðarbær ásamt fleiri sveitarfélögum hafi barist fyrir því störf tengd rannsóknum, eftirliti og menntun verði efld og byggð upp í nærumhverfi atvinnugreinarinnar. Því sé fagnað þeim áhersum að fjölga stöfum við eftirlit og rannsóknir en gerð er krafa um að störfin verði í nærumhverfi greinarinnar.

Fagnað er nýjum Samfélagssjóði sjókvíaeldis sem hefur hlutverk að styrkja sjókvíaeldisbyggðir og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Gríðarleg þörf sé fyrir innviðafjárfestingu og viðhaldsskuld hafa safnast upp í gegnum áratugi og Ijóst má vera að styrkja þurfi innviði þessara sveitarfélaga. Í sjóðinn á að renna þriðjungur tekna ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi og er gerð athugasemd við þá skiptingu og að minnt á að sveitarfélögin á Vestfjörðum vilji fá stærri hlut.

Ísafjarðarbær lýsir yfir stuðningi við Umhverfissjóð og menntasjóð sjókvíaeldis. Mikilvægt sé að efla rannsóknir og menntun í greininni, svo hún fái að blómstra á sterkum grunni þekkingar og rannsókna.

DEILA