Hreinni Hornstrandir

Frá hreinsunarstarfi í fyrri ferð.

Ellefta hreinsunarferð Hreinni Hornstranda verður farinn dagana 21.-22. júní en að þessu sinni verður farið í Barðsvík, en þar var síðast hreinsað árið 2019.

Siglt verður frá Ísafirði snemma á föstudagsmorguninn 21. júní og hreinsað þann dag áður en hópurinn kemur sér fyrir í tjöldum.

Laugardaginn 22. júní verður haldið áfram að hreinsa og flytja ruslið um borð í varðskip áður en siglt verður heim á leið og gætt sér á grillveislu. Áætluð er koma til Ísafjarðar um kvöldið.

Sem fyrr er leitað að öflugum sjálfboðaliðum sem eru til í hörku vinnu á einu fallegasta svæði landsins. Aðeins eru í boði 25 sæti í ferðina og því ljóst að ekki komast allir að sem vilja, en hvatt er til þess að sækja um á netfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is.

DEILA