Golfvertíðin hafin á Ísafirði

Golfvertíðin er hafin hjá Golfklúbbi Ísafjarðar og eru tvö mót á dagskrá á næstu dögum.

Í dag kl 18:30 fer Hamraborgarmótaröðin af stað en hún er 9 holu punktamót sem haldið er hvern fimmtudag.

Á laugardaginn fer síðan Sjómannadagsmót Íssins fram. Spilað er með Texas Scramble fyrirkomulagi og hefst mótið kl 10:00.

Samkvæmt frétt á vefsíðu Golfklúbbsins er enn vorbragur á golfvellinum í Tungudal en þó sé hann samt í ótrúlega góðu standi miðað við hversu stutt er síðan hann var allur undir snjó.

DEILA