Fundað um vetrarferðaþjónustu 

Í gær var fundur um lengingu ferðatímabilsins á Vestfjörðum með áherslu á vetrarferðaþjónustu.

Fundurinn var vel sóttur en yfir tuttugu ferðaþjónustuaðilar frá Vestfjörðum og úr Dölum voru þá mættir til fundar í Flókalundi.

Markmið fundarins var að hvetja ferðaþjónustuaðila til að þróa ferðir og ferðapakka að vetrarlagi til að auka aðdráttarafl Vestfjarða utan hefðbundins ferðamannatímabils og einfalda gestum að sækja svæðið heim á þeim tíma.

Fundurinn sem þessi mikilvægt skref í að hvetja til aukinnar vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum og að stuðla að lengingu ferðatímabilsins á svæðinu.

Fyrirtæki sem eru með starfsemi á ársgrundvelli kynntu starfsemi sín á fundinum.

DEILA