Endurnýja á samninga um rekstur Fab Lab smiðja

Endurnýja á samninga við ellefu Fab Lab smiðjur sem eru víðs vegar um landið, þar á meðal á Ísafirði.

Síðasta þrijudag undirrituðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari nýjan samning um Fab Lab í Reykjavík.

Undirritun samningsins er sú fyrsta í röðinni í því ferli að endurnýja samninga við Fab Lab smiðjur á landinu.

Þar kemur fram að markmið með starfsemi Fab Lab sé að auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, almennings, frumkvöðlum og fyrirtækjum á persónumiðaðri nýsköpunarvinnu og stafrænum framleiðsluaðferðum.

Verkefninu er ætlað að styðja við þátttöku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum samhliða því að auka tæknilæsi, skapandi starf og frumkvöðlamennt. Það skapar vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi.

DEILA