Brahms veisla í Hömrum á Ísafirði

Bræðurnir Mikolaj, Nikodem og Maksymilian Frach bjóða til Brahms tónlistarveislu föstudagskvöldið 24. maí kl. 19:30.
Á dagskránni verður yndisleg kammertónlist eftir Brahms, m.a. fræga tríóið op. 40, og 6 einleiksverk fyrir píanó op.118. Þá leikur Iwona móðir þeirra með Maksymilian í víólusónötu. Einnig munu hljóma verk eftir Frédéric Chopin.

Mikolaj, Maksymilian og Nikodem eru allir nemendur við Tónlistarakademíuna í Kraká og hafa hlotið verðlaun í ýmsum alþjóðlegum tónlistarkeppnum, en eins og mörgum er kunnugt eru þeir fæddir og uppaldir á Ísafirði og mörg okkar hafa fylgst með þroska þeirra frá bernsku þeirra. Þeir eru því sérstakir aufúsugestir hér.

Aðgangur ókeypis.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarfélagi Ísfirðinga og Vestfjaðastofu

DEILA