Velkomin sértu guðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju

Í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 11:00 verður Velkomin sértu guðsþjónusta!

Þetta er guðsþjónusta fyrir forvitna, fyrir þau sem vilja kynnast messunni og skilja, og þetta er guðsþjónusta fyrir þá útlendinga sem vilja læra íslensku og kynnast íslensku þjóðkirkjunni.

Einstakir messuliðir verða útskýrðir og sungið verður á íslensku, ensku, þýsku, spænsku og latínu.

Og rúsínan í pylsuendanum er að boðið verður upp á kaffi og kleinur eftir guðsþjónustuna.

DEILA