Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg hafa verið lögð fram til kynningar næstu 6 vikurnar.
Látrabjarg var friðlýst sem friðland í mars árið 2021.
Áætlunin er unnin af fulltrúum Umhverfisstofnunar, fulltrúum landeigenda og fulltrúa Vesturbyggðar.
Eins er áætlunin unnin í góðu samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.
Meginmarkmið með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar er að leggja fram stefnu um verndun svæðisins og hvernig viðhalda skuli verndargildi þess þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til framtíðar, ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára.
Áætlunin er sett fram í samræmi við 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Óskað er eftir athugasemdum frá almenningi við drög að áætluninni. ( Sjá nánar hér.)
Skilafrestur athugasemda er til og með 7. maí 2024.