Á fyrsta ársfjórðungi 2024 hafa slökkvilið landsins farið í 683 útköll.
Af þeim eru 278 útköll vegna elds og þar af er 31 tilfelli þar sem orsök er talin vera íkveikja.
Á meðal verkefna slökkviliða voru 92 útköll vegna vatnstjóns og 25 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur.
Slökkviliðin hafa sinnt 13 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024 þar sem manneskja hefur verið í neyð.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram útkallsskýrslugrunni slökkviliða, sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr, fyrir fyrsta ársfjórðung 2024.