Sjómenn hafa samþykkt kjarasamninga

Öll stéttarfélög sjómanna á Íslandi hafa nú samþykkt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Sjómannafélag Íslands samþykkti nú síðast kjarasamning við SFS með 61% atkvæða. Kosningaþátttaka var 28,5%.

Þar áður hafði Sjómannasamband Íslands (SSÍ), Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG), VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Félag skipstjórnarmanna (FS) samþykkt kjarasamninga við SFS.

Megininntak samningsins lýtur að betri kjörum og réttindum til framtíðar, auk hnitmiðaðra aðgerða til að auka traust við skipti á verðmætum úr sjó.

Greiðslur í lífeyrissjóð og kauptrygging hækka í samræmi við samninga á almennum vinnumarkaði, auk þess sem áhersla er lögð á aukið gagnsæi og upplýsingagjöf vegna fiskverðsmála.

DEILA