Salmonella í kjúklingi

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna gruns um salmonellusmit.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að frek­ari rann­sókna sé þörf til þess að staðfesta grun­inn en þangað til þykir fyr­ir­tæk­inu rétt að innkalla vör­una.

Um er að ræða kjúk­ling með rekj­an­leika­núm­er­inu 011-24-09-3-66 og 011-24-09-2-07.

  • Vöru­heiti: Ali, Bón­us
  • Fram­leiðandi: Mat­fugl ehf, Völu­teigi 2, 270 Mos­fells­bæ
  • Lot­u­núm­er: 011-24-09-3-66 og 011-24-09-2-07 (heill kjúk­ling­ur, bring­ur, lund­ir, læra­kjöt, bit­ar, kryddlegn­ar bring­ur), pökk­un­ar­dag­ur 02.04.2024 – 05.04.2024
  • Dreif­ing: Bónusversl­an­ir, Krónu­versl­an­ir, Fjarðar­kaup, Hag­kaup, Hlíðar­kaup, Kaup­tún, Kass­inn, Nettó.

Neyt­end­ur sem keypt hafa kjúk­ling með þessu rekj­an­leika­núm­eri eru beðnir um að skila hon­um í viðkom­andi versl­un eða beint til Mat­fugls ehf., Völu­teigi 2, Mos­fells­bæ.

DEILA