Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. vegna gruns um salmonellusmit.
Fram kemur í tilkynningu að frekari rannsókna sé þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.
Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerinu 011-24-09-3-66 og 011-24-09-2-07.
- Vöruheiti: Ali, Bónus
- Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
- Lotunúmer: 011-24-09-3-66 og 011-24-09-2-07 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar, kryddlegnar bringur), pökkunardagur 02.04.2024 – 05.04.2024
- Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Fjarðarkaup, Hagkaup, Hlíðarkaup, Kauptún, Kassinn, Nettó.
Neytendur sem keypt hafa kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ.