Menningar- og viðskiptaráðherra, hefur úthlutað 538,7 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Þriðji hæsti styrkurinn, rúmar 52 milljónir króna, fer í uppbyggingu áningarstaðar með aðgengi fyrir alla við Kúalaug á Reykhólum.
Verkefni fellst í byggingu bílastæðis með aðgengi fyrir alla ásamt áningastað með borðum og bekkjum, gerð göngustíga að Kúalaug og í kringum hana, bæði úr möl og timbri.
Timburstígur mun liggja þvert yfir laugina, þar verður bryggja þar sem hægt verður að setjast niður og dýfa fótum ofan í grunnt ker í lauginni.
Kúalaug er nefnd svo vegna þess að þangað var sótt vatn til að brynna kúm á Reykhólum. Það þótti ágætt að gefa þeim volgt vatn, einnig var erfiðara að ná í kalt vatn. Þarna var hlaðin sundlaug úr torfi og var þar fyrsti vísir að sundkennslu á Reykhólum.