Reglugerð um strandveiðar óbreytt

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum  reglugerð um strandveiðar á komandi sumri og er hún nánast óbreytt frá síðasta ári.

Heimildir til strandveiða samkvæmt reglugerðinni skiptast á fjögur löndunarsvæði, sem eru:

  1. Eyja- og Miklaholtshreppur – Súðavíkurhreppur,
  2. Strandabyggð – Grýtubakkahreppur,
  3. Þingeyjarsveit – Djúpavogshreppur,
  4. Sveitarfélagið Hornafjörður – Borgarbyggð.

Skipi á strandveiðum er einungis heimilt að landa afla innan síns löndunarsvæðis.

Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strand­veiða fyrir eitt fiskiskip. Enginn eigenda lögaðila sem á bát með strandveiðileyfi getur átt aðild að nema einu strandveiðileyfi. Einnig er tilgreint að í umsókn lögaðila um leyfi til strandveiða skulu koma fram upplýsingar um eignarhald á lög­aðilanum.

Fiskistofa skal fella niður strandveiðileyfi fiskiskips, þá þegar, ef fyrir liggja gögn sem sýna fram á að skilyrði eru ekki uppfyllt.

  • Veiðar hefjast fimmtudaginn 2. maí.
  • Aflamagn verður ekki minna en 10 þúsund tonn af þorski.
  • Veiðar eru heimilaðar fjóra daga í viku, mánudag – fimmtudags.  Óheimilt að róa á uppstigningardag (9. maí), annan í hvítasunnu (20. maí), 17. júní og á frídegi verslunarmanna (5. ágúst).
DEILA