Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir eftir metnaðarfullum og hæfum fuglafræðingi. Viðkomandi mun taka þátt í verkefnum á borð við umhverfismat, hefðbundnar vaktanir og sérhæfðar rannsóknir.
Til að byrja með mun viðkomandi takast á við verkefni sem notast við „Vantage Point Survey“ og ratsjá til að meta flugáhættu tengt fyrirhuguðu vindmyllugarði á Vestfjörðum.
Þetta er spennandi tækifæri til að hafa áhrif á þróun reglugerðar sem tengist umhverfisáhrifum notkunar vindmylla til raforku framleiðslu á Íslandi.
Umsækjandi þarf að hafa sérstakan áhuga á fuglalíffræði og vistfræði. Viðkomandi ætti einnig að vera vel fær í útivinnu, hafa mikinn áhuga á náttúru, vera lausnamiðaður, sjálfstæður, þolinmóður, vinna vel með öðrum og vera mjög skipulagður.
Einnig þarf umsækjandi að hafa reynslu eða áhuga á, að vinna með vindorku fyrirtækjum að vistvænum lausnum.
Náttúrustofa Vestfjarða er með aðsetur í Bolungarvík, Hólmavík og á Patreksfirði. Æskilegt væri að viðkomandi myndi búa á Hólmavík en hefur samt sem áður val um þessar þrjár staðsetningar.