Knattspyrnudeild Vestra heldur áfram að semja við leikmenn í meistaraflokki kvenna. Nú koma inn í hópinn þrír leikmenn sem án efa munu styrkja liðið verulega en það eru: Elín Sveinsdóttir, Lára Ósk Albertsdóttir og Justine Christensen.
Elín Sveinsdóttir er uppalinn í Vestra (BÍ) og er eini leikmaðurinn í hópnum sem spilaði síðast með Vestra í meistaraflokki sem hét þá BÍ/Bolungarvík. Elín á 66 meistaraflokks leiki í öllum keppnum. Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður á miðju og í vörn.
Lára Ósk Albertsdóttir er uppalinn í fótbolta á Ísafirði en hefur reynt fyrir sér undanfarin ár í Reykjavík með HK, Fjölni og síðast Fram. Lára er kominn aftur heim og tekur baráttuna með Vestra í ár. Lára á 30 meistaraflokks leiki í öllum keppnum. Lára er miðjumaður.
Justine Christensen kemur til liðs við okkur í júní frá Danmörku. Justine hefur tengingu vestur en hún er kærasta Mortens Hansen sem er leikmaður karlaliðs Vestra. Justine er fjölhæfur sóknar og miðjumaður.