Grásleppuveiðar – 40 veiðidagar

Frá löndun grásleppu í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Sigurgeir S. Þórarinsson.

Veiðidög­um á grálseppu hef­ur verið fjölgað úr 25 í 40 sam­kvæmt reglu­gerð sem gef­in var út síðastliðinn föstu­dag.

Fiski­stofa mun því fjölga veiðidög­um um 15 hjá öll­um þeim veiðileyf­is­höf­um sem nú eru á veiðum og hjá þeim sem eiga eft­ir að hefja veiðar, að því er fram kem­ur í til­kynnignu á heimasíðu stofnunarinnar.

Heim­ilt er að landa 4.030 tonn­um á yf­ir­stand­andi vertíð en síðustu ár hef­ur ekki tek­ist að veiða all­an þann afala sem heim­ild er fyr­ir.

Á síðasta ári var veiðidög­um fjölgað í tvígang.

DEILA