Forsetakosningar: Jón Gnarr í Edinborgarhúsinu í kvöld

Jón Gnarr, forsetaframbjóðandi. Mynd: mbl.is.

Morgunblaðið og mbl.is standa fyrir opnum umræðufundi í kvöld í Edinborgarhúsinu með Jóni Gnarr forsetaframbjóðanda. Er fundurinn liður í landsbyggðatúr Morgunblaðsins með forsetaframbjóðendum sem hafa fengið meira en 10% í fylgiskönnunum. Fundurinn í kvöld er sá fyrsti í þeirri fundaröð.

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son munu ræða við Jón um fram­boð hans til embætt­is for­seta Íslands. Auk þess munu sér­stak­ir álits­gjaf­ar spá í spil­in, sem verða þau Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Guðmund­ur M. Kristjáns­son. Einnig gefst gest­um úr sal tæki­færi á að beina spurn­ing­um til fram­bjóðand­ans. 

All­ir vel­komn­ir á meðan hús­rúm leyf­ir.

Þrír aðrir fundir verða skv. eftirfarandi:

Fé­lags­heim­ilið Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum 6. maí kl. 19.30 – Halla Hrund Loga­dótt­ir

Hót­el Sel­foss á Sel­fossi 14. maí kl. 19.30 – Bald­ur Þór­halls­son

Græni hatt­ur­inn á Ak­ur­eyri 20. maí kl. 19.30 – Katrín Jak­obs­dótt­ir

DEILA