Fjórðungsþing á Ísafirði í gær

Jóhanna Ösp Einarsdóttir bóndi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal í Reykhólahreppi er fráfarandi stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga

Fjórðungsþing að vori var haldið í gær í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og þeirra rekstrareininga sem það ber ábyrgð á. Auk þess fór fram afgreiðsla ársreiknings 2023 og samþykkt endurskoðuð fjárhagsáætlun.

Á þinginu voru kynntu drög að Svæðisskipulagi Vestfjarða og markmiðum og áherslum Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029

Jóhann Birkir Helgason var kosinn aðalmaður í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga í stað Aðalsteins Egils Traustasonar sem hefur látið af störfum.

Til stóð að kjósa kjörnefnd fyrir Fjórðungsþing að hausti en því var frestað vegna væntanlegra kosninga í nýju sveitarfélagi á suðursvæði Vestfjarða. Kosning verður kláruð á sumarþingi sem fer fram á netinu 19. júní.

Samþykkt var að halda 69. Fjórðungsþing að hausti á Laugarhóli í Bjarnarfirði dagana 18. og 19. október.

DEILA