Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár fjölgaði íbúum Reykjavíkurborgar um 1.040 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. apríl 2024 og íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði um 22 íbúa.
Á Ísafirði fjölgaði um 21 og eru íbúar þar nú 3956 og í Bolungarvík fjölgaði um 13 og þar eru íbúar nú 1031.
Íbúum á Reykhólum, Súðavík og Tálknafirði fjölgaði en á öðrum stöðum fækkaði íbúum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 10,2% en íbúum þar fjölgaði um 6 íbúa. Hlutfallslega fjölgaði íbúum næst mest í Kjósarhreppi eða 5,1% en þar fjölgaði íbúum um 14 einstaklinga frá 1. desember 2023. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 19 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 45 sveitarfélögum.