Bolungavíkurhöfn: 1.687 tonn í mars

Brunnbáturinn Novatrans í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.687 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í marsmánuði. Eins og áður hefur komið fram voru 815 tonn af veiddum bolfiski landað í mánuðinum en nú liggja fyrir tölur um eldisfisk. Í marsmánuði komu 872 tonn af eldisfiski til vinnslu í Drimlu, sláturhúsi Arctic Fish í Bolungavík. Var eldisfiskurinn því 52% af lönduðum fiski í höfninni.

Fyrstu þrjá mánuði ársins hefur 6.101 tonni af bolfiski verið landað í Bolungavíkurhöfn. Þar af eru 3.385 tonn eldisfiskur eða 55% og 2.716 tonn veiddur villtur fiskur.

DEILA