Bolungarvíkurkaupstaður 50 ára

Til hamingju Bolvíkingar, kaupstaðurinn okkar er 50 ára í dag og því ber að fagna!

Á 94. Löggjafarþingi 5. apríl árið 1974, var lagt fyrir frumvarp að Bolungarvík fengi kaupstaðarréttindi. Í framsögu málsins var það rökstutt með þeim orðum að Bolungarvík væri merkilegur staður fyrir margar sakir og bar það hæst að í Bolungvarvík væri elsta verstöð landsins og að í Landnámu væri rakin saga formmóður Bolungarvíkur, Þuríðar sundafyllis sem fyllt hafði Djúpið fiski og Völusteini bróður hennar. Með þeim hafi hin merka saga Bolungarvíkur hafist, þróttmikil útgerð og krafturinn sem einkennt hafi Völustein og erfst hefur kynslóð fram að kynslóð.

Saga Bolungarvíkur síðustu 50 ár er bæði björt en líka á köflum grá, það er eins og allt í lífinu. En með gráa tímanum lærum við að meta það góða sem er svo gríðalega margt; náttúran, tignaleg fjöll, mild vor og haust og sólrík sumur. Fyrst og fremst væri Bolungarvík ekkert án íbúana og kraftsins sem fylgt hefur síða á landnámi, sem sýnir sig meðal annars í því að bæjarbúar er jafnmargir og voru fyrir 50 árum. Sagan lengist og stækkar eins og fallega bæjarstæðið okkar. Okkur fjölgar ört og við setjum okkur ný markmið og mætum áskorunum með samtölum og lausnum sem fela oft í sér breytingar. Breytingar er hluti af framtíðinni því við breytumst og þróumst í gegnum söguna. Með breytingum felast tækifærin til framþróunar og eflingar það sjáum við ef við lítum í kringum okkur og lesum söguna okkar. Framtíð Bolungarvíkurkaupstaðar er björt og tækifærin óteljandi.

Í tilefni dagsins, hvet ég íbúa til að flagga fyrir afmæli kaupstaðarins.

Til hamingju með daginn Bolvíkingar.

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs í Bolungarvíkurkaupstað

DEILA