Undirbúa sameiginlega umsókn í Fiskeldissjóð

Menntaskólinn á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sveitarfélögin sem munu standa að byggingu nýs verkmenntahúss við Menntaskólann á Ísafirði undibúa að senda sameigilega umsókn um styrk í Fiskeldissjóð. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur að sögn Gylfa Ólafssonar, formanns bæjarráðs samþykkt að standa að slíkri umsókn og bæjarráð Bolungavíkur samþykkti í síðustu viku að standa að sameiginlegri umsókn með þeim sveitarfélögum sem óska eftir þátttöku.

Auk Ísafjarðarbæjar og Bolungavíkurkaupstaðar eru það Súðavíkurhreppur og Reykhólahreppur.

Hlutur sveitarféaganna í byggingarkostnaði er 40% á móti 60% hlut ríkisins. Hlutur sveitarfélaganna verður samkvæmt kostnaðaráætlun á bilinu 191 – 286 m.kr. Þá er gert ráð fyrir til viðbótar að sveitarfélagið, þar sem skólinn er, leggi til gjaldfrjálsa lóð.

DEILA