Sautján styrkir til Vestfjarða úr Húsafriðunarsjóði samtals 30,9 m.kr.

Prestbústaðurinn í Aðalvík fékk 2 m.kr. styrk. Myndin er tekin í júní 2010 að lokinni messu. Mynd: Áthagafélag Sléttuhrepps.

Minjastofnun Íslands hefur lokið úthlutun úr Húsafriðunarsjóði þetta árið. Húsafriðunarsjóði bárust alls 241 umsókn um styrk samtals að upphæð 1.283.649.610 kr. Styrkir voru veittir til 176 verkefna, samtals að upphæð 297.600.000 kr. 

Í flokknu friðlýstar kirkjur voru veittir 35 styrkir samtals 68 m.kr. Þar af voru tveir styrkir til Vestfjarða. Árneskirkja eldri, Trékyllisvík fékk 3 m.kr. styrk og Þingeyrarkirkja, Dýrafirði 4 m.kr.

Friðlýst hús og mannvirki, þar voru veittir alls 26 styrkir alls 55,2 m.kr. Einn styrkur var til vestfjarða. Það var Vatneyrarbúð, Aðalstræti 1, Patreksfirði sem fékk 2,5 m.kr. styrk.

Friðuð hús og mannvirki var viðamikill flokkur. þar voru veittir 87 styrkir samtals 139,7 m.kr. Til verkefna á Vestfjörðum voru nokkrir styrkir.

Eyri, íbúðarhús, Ingólfsfirði fékk 700 þús kr.

Gramsverslun, Vallargötu 1, Þingeyri 700 þús kr.

Guðnabúð, Fjarðargata 13, Þingeyri 900 þús kr.

Herkastalinn, Mánagötu 4, Ísafjarðarkaupstað 800 þús kr.

Hesteyri, skólahús, Jökulfjörðum 4.500 þús kr.

Hólar, gamli bær, Dýrafirði 2.300 þús kr.

Merkisteinn, Aðalstræti 72, Patreksfirði 700 þús kr.

Prestbústaðurinn, Stað, Aðalvík 2.000 þús kr.

Sundstræti 35b, Ísafjarðarkaupstað 400 þús kr.

Sveinseyri, gamli bærinn, Tálknafirði 2.500 þús kr.

Sveinseyri ytri, Steinhús, Tálknafirði 900 þús kr.

Tangagata 4, Ísafjarðarkaupstað 2.000 þús kr.

Þvergata 3, Ísafjarðarkaupstað 2.000 þús kr.

Í flokknum önnur hús og mannvirki voru veittir 18 styrkir að fjárhæð 19,2 m.kr.

Einn styrkur var til Vestfjarða Eyri, síldarverksmiðjan, Ingólfsfirði 1 m.kr.

DEILA