Ríkið krefst þess að Ögurhólmar verði þjóðlenda

Ögurhólmar. Bolungavík í baksýn. Mynd: Kristján Aðalsteinsson.

Í kröfugerð Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur fjármálaráðherra um þjóðlendumörk á svæði 12, eyjar og sker og annarra landfræðilegra eininga sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru segir að krafa ríkisins taki jafnframt til allra annarra ónafngreindra og ótilgreindra eyja, skerja og annarra landfræðilegra eininga sem eru ofansjávar á stórstraumsfjöru á svæði sem afmarkast annars vegar af stórstraumsfjöruborði meginlandsins og hins vegar af ytri mörkum landhelginnar á þeim hluta svæðis 12 sem fellur innan hluta E, Vestfirðir.

Áskilinn er réttur til að bæta eyjum, skerjum og öðrum landfræðilegum einingum inn í kafla 5.2 kröfulýsingar þessarar um nafngreind og að öðru leyti tilgreind svæði, eftir því sem heimildaöflun og rannsóknarvinnu vindur fram undir rekstri málsins.

Talinn eru sérstaklega upp 132 nöfn sem falli undir kröfu ríkisins. Þar á meðal eru Ögurhólmar í Ísafjarðardjúpi.

Ögurhólmar eru hins vegar ekki hólmar, né eyjar eða sker, heldur landfast nes sem gengur út í Djúpið.

Niðurlag kröfugerðar fjármálaráðherra fyrir Óbyggðanefnd.

DEILA