UMF Afturelding á Reykhólum átti sannarlega frábæra helgi á Íslandsmóti U16/U18 í bogfimi sem haldið var í Bogfimisetrinu í Reykjavík. Félagið vann til tveggja Íslandsmeistaratitla, þrjú silfur og tvö brons, ásamt því að slá eitt Íslandsmet í U16 flokki.

Félagið stofnað 1924 og verður því 100 ára í ár. Eftir því sem best er vitað var þetta í fyrsta sinn sem UMF Afturelding á Reykhólum keppir á Íslandsmóti í nokkurri íþrótt í 100 ára sögu sinni. Því er hægt að áætla að félagið hafi því aldrei unnið til Íslandsmeistaratitils eða slegið Íslandsmet áður. Því er árangur félagsins á mótinu eitthvað sem fer líklega í sögubækur Reykhóla. af árangri í 100 ára sögu sinni.
Til viðbótar við það þá gerði enginn ráð fyrir því að félagið myndi standa í þriðja sæti í heildar verðlaunatölu á Íslandsmóti U16/U18 í fyrsta sinn sem félagið tekur þátt.

Keppendur Reykhóla sem unnu til verðlauna í einstaklingskeppni á Íslandsmótinu:
- Ingólfur Birkir Eiríksson – Íslandsmeistari berboga U16 karla
- Svanur Gilsfjörð Bjarkason – Silfur berboga U16 karla
- Ásborg Styrmisdóttir – Silfur berboga U16 kvenna
- Ásborg Styrmisdóttir – Silfur berboga U16 (óháð kyni)
- Svanur Gilsfjörð Bjarkason – Brons – Berboga U16 (óháð kyni)
Keppendur Reykhóla sem unnu til verðlauna í félagsliðakeppni á Íslandsmótinu:
- Berbogi U16 félagsliðakeppni – Íslandsmeistari félagsliða
- Ásborg Styrmisdóttir
- Svanur Gilsfjörð Bjarkason
- Berbogi U16 félagsliðakeppni – brons
- Rakel Rós Brynjólfsdóttir
- Ingólfur Birkir Eiríksson
Það sem gerir árangur félagsins þeim mun merkilegri er að 15 mars 2023, fyrir aðeins minna en ári síðan (360 dögum), kom Bogfimisamband Íslands (BFSÍ) í sína fyrstu heimsókn í félagið með grunn búnað til þess að aðstoða áhugasama félagsmenn við að koma bogfimi æfingum og starfi af stað á svæðinu. Þar veitti Þörungaverksmiðjan á Reykhólumfélaginu stuðning í startinu, sem er fjárfesting sem hefur skilað sér vel.