Nýtt starf samkvæmt heimild í fjárhagsáætlun 2023

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að ekki hafi þurft að leggja fyrir bæjarráð að stofna á þessu ári nýtt stöðugildi deildarstjóra á umhverfis- og eignasviði þar sem heimild hafi verið fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir 2023 sem samþykkt var í lok árs 2022. „Þetta er gert til að bæta þjónustu og koma til móts við fjölgun verkefna á sviðinu.“ segir skriflegu svari hennar.

Í greinargerð með fjárhagsáætlun 2023 segir að á tæknideild sé gert ráð fyrir „að bæta við einu stöðugildi vegna almennra skrifstofustarfa, um er að ræða 87% starfshlutfall fyrir árið 2023, stöðugildi færist af velferðarsviði yfir á tæknideild.“

DEILA