Menntaskólinn á Ísafirði: Háskóladagurinn miðvikdaginn 13. mars

Frá nýliðnum háskóladegi sem haldinn var í Reykjavík.

Háskóladagurinn fer fram miðvikudaginn 13 mars á Ísafirði frá klukkan 12:30-14:00 hjá Menntaskólanum á Ísafirði þar sem allir háskólarnir 7 hér á landi kynna námsframboð sitt en hátt í 400 námsleiðir eru í boði í grunn-, og framhaldsnámi. Dagurinn hefur verið haldinn í 40 ár og vex ár frá ári. Nýnæmi er að í ár verður farið á 4 staði, Reykjavík, Egilsstaði, Akureyri og Ísafjörð.

„Það má líkja Háskóladeginum við leikvöll tækifæranna þar sem öll ættu að geta fundið nám við sitt hæfi. Námsframboð háskólanna sjö er enda gríðarlega fjölbreytt og spennandi. Það getur því verið vandi að velja en starfsfólk skólanna og nemendur verða á staðnum ásamt námsráðgjöfum til að styðja við námsvalið,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, sem er nýr verkefnastjóri Háskóladagsins. 

Háskóladagurinn kl. 12:30-14:00:

Háskólakynningin verður í Gryfjunni kl. 12:30. Allir 7 háskólarnir á Íslandi kynna þar námsframboð sitt en háskólarnir eru; Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskólinn og Listaháskóli Íslands. Fulltrúar frá Háskólasetri Vestfjarða verða líka með kynningu. Á Háskólakynninguna eru öll velkomin sem hafa áhuga á að kynna sér námsframboð háskólanna. 

Fleira verður um að vera í Menntaskólanum þennan dag bæði opið hús fyrir grunnskólanemendur og vörumessa ungra frumkvöðla.

Opið hús í MÍ kl. 10:00-12:30:

Opið hús verður í MÍ sem er aðallega hugsað fyrir grunnskólanema. Grunnskólum Vestfjarða hefur verið boðið að koma í heimsókn í MÍ milli kl. 10:00 og 12:30. Grunnskólanemendur fá kynningu á námsframboði og skoðunarferð um húsnæði skólans. Í lok heimsóknar er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.

Vörumessa MÍ kl. 13.00-16:30:

Eftri hádegi verða nemendur í MÍ með Vörumessu ungra frumkvöðla í húsnæði Vestfjarðarstofu við Suðurgötu 12.  Vörumessa Mí er kynning á verkefnum nemenda sem þau vinna í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og er vettvangur fyrir unga frumkvöðla, fyrirtæki og samfélagið að þróa nýjar hugmyndir og lausnir á Vestfjörðum. Áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki/ráðgjafa á svæðinu og sjálfstæða vinnu nemenda að nýsköpunarlausn. Verkefnið undirbýr nemendur fyrir framtíðina og eykur færni þeirra til nýsköpunar, atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar.  

DEILA