Matvælaráðuneytið: dregst að úrskurða um sektarákvörðun Matvælastofnunar

Katrín Jakobsdóttir.

Í byrjun árs gaf Matvælaráðuneytið þau svör að stefnt væri að birtingu úrskurðar um miðjan febrúarmánuð um kæru Arnarlax. Matvælastofnun lagði 120 m.kr. sekt á fyrirtækið með ákvörðun í nóvember 2022 þar sem stofnunin taldi að það hefði ekki tilkynnt um slysaleppingu úr kví í júní 2021.

Taldi Matvælastofnun atvikið alvarlegt og lagði háa fjársekt á fyrirtækið sem er við hámarkssektarheimild laganna. Arnarlax mótmælti þessu og segir það rangt að slepping hafi orðið á þessum tíma og að Mast byggi ákvörðun sína á getgátum og kærði Arnarlax ákvörðunina til Matvælaráðuneytisins þann 22.2. 2023.

Ráðuneytið hefur haft málið til meðferðar í rúmt ár. Ekki var kveðinn upp úrskurður ráðuneytisins um miðjan febrúar eins og stefnt var að og nú fást þau svör frá ráðuneytinu að vinnsla úrskurðar sé á lokastigi og birtingar megi vænta á komandi vikum.

DEILA