Lionsklúbbur Ísafjarðar heldur skemmtun á Hlíf fyrir eldri borgara á morgun , föstudag 15. mars, og á dagskránni er kaffi hlaðborð, tónlist, söngur og bingó. Skemmtunin hefst kl 19:30.
Boðið verður upp á á kaffiveitingar, tónlist og bingó.
Klúbburinn hefur boðið upp á skemmtikvöld á Hlíf í áratugi og var eitt fyrsta félagið til að halda þessi kvöld eftir byggingu Hlífar en samsæti kvenfélagsins Hlífar var eldra. Lionsklúbburinn hefur frá upphafi hlúð að verkefnum í bænum og var einn ötulasti stuðningsaðili vegna Bræðratungu heimilisins, og fylgdi þvi eftir með stuðningi við eldri borgara á Elliheimilinu síðan á Hlíf, Sjúkrahúsinu, Eyri, stuðningi við leikskólana og fleira sem hefur verið Lionsfólki kært. Klúbburinn er ekki stór en hann hefur verðið öflugur I gegnum tíðina.
En eins og allir vita þá hefur skötu og harðfiskverkun verið aðal fjáröflun klúbbsins, sem hefur tekist vel með dyggum stuðningi bæjarbúa. Og okkur félögum í Lions er ljúft og skylt að launa til baka.
Ítreka að það eru allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir.
Lionsklúbbur Ísafjarðar.