Ísafjörður: fallið frá grenndarkynningu á Sindragötu 4a

Skuggavarp á Aðalstræti af nýbyggingu Sindragötu 4.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur fallið frá  grenndarkynningu á fyrirhugaðri nýbyggingu á lóðinni Sindragötu 4A, Ísafirði, þar sem nýjustu uppdrættir uppfylla alla skilmála núgildandi deiliskipulags fyrir lóðina.

Svæðið er með hverfisvernd.

Þann 11. janúar 2024 ákvað nefndin að hefja grenndarkynningarferli þar sem byggingaráform á Sindragötu 4a (mhl. 2) samrýmdist ekki skipulagsskilmálum en nú hefur lóðarhafi ákveðið að breyta hönnun hússins þannig að það samrýmist skipulagsskilmálum í deiliskipulagi við Sindragötu 4, sem var samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 18. janúar 2018.

Umsókn lóðarhafa um byggingarleyfi hlýtur nú hefðbundna afgreiðslu byggingarfulltrúa segir í fundargerð nefndarinnar frá 29. febrúar 2024.

Bæjarins besta hafa borist teikningar sem sýna afstöðu nýbyggingarinnar á Sindragötu 4a og þriggja húsa við Aðalstræti 8 – 12. og skuggavarp sem fylgir nýbyggingunni á eldri húsin.

Afstöðumynd sem sýnir Aðalstræti 8 – 12 og Sindragötu 4a

DEILA