Ísafjarðarbær: semur við ríkið um móttöku flóttamanna

Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ísafjarðarbær hefur gert samning við ríkið um samræda móttöku á flóttamönnum. Ísafjarðarbær tekur að sér að veita allt að 40 notendum í senn þjónustu og tekur sveitarfélagið við einstaklingum, fjölskyldum og pörum. Vinnumálastofnun vísar flóttamönnum til sveitarfélagsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024 en fellur úr gildi 30. júní hafi ríkið ekki þá komið á fót starfshópi með það að markmiði að endurskoða samninginn um samræmda móttöku flóttafólks og koma með tillögu að nýjum samningi til framtíðar.

Markmið samningsins er að samræma móttöku flóttafólks þannig að ríki og sveitarfélög tryggi flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur.

Greiðslur með notanda til sveitarfélags hefjast frá og með lögheimilisskráningu viðkomandi í sveitarfélagið.

Greiðslur þjónustukaupa til þjónustusala fyrir verkefnið eru vegna stuðnings, aðstoðar og ráðgjafar til notanda af hálfu félagsþjónustu þjónustusala.

DEILA