Hólmavík: fjórar umsóknir um sértækan byggðakvóta

Hólmavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fjórar umsóknir bárust til Byggðastofnunar um allt að 500 tonna sértækan byggðakvóta fyrir Hólmavík, sem eru bundin því að þau fari til vinnslu í sveitarfélaginu. 

Fundað hefur verið með hverjum og einum umsækjanda og kannað hvort umsækjendur gætu unnið saman til að hægt sé að vinna aflamarkið á svæðinu. Stefnt er að því að leggja fram tillögu um úthlutun til stjórnar Byggðastofnunar á fundi í mars.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar segir á vef sveitarfélagsins að þetta sé því mikið tækifæri fyrir Strandabyggð og mikið sé í húfi og komi til þessa sé ljóst að fjölmörg störf muni skapast og veruleg verðmæti. 

DEILA