Hóll í Firði: deiliskipulag afgreitt

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar afgreiddi í gær deiliskipulag fyrir sumarhúsabyggð í landi Hóls í Firði í Önundafirði. Deiliskipulagssvæðið er norðvestan við bæjarstæði Hóls, svo til mitt á milli Hóls og Vífilsmýrar.

Í nóvember 2022 sendi Ísafjarðarbær deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar tl afgreiðslu. Um er að ræða 7,2 ha svæði með fimm frístundalóðum þar sem allt af 150 fermetra byggingum á hverri lóð. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við staðsetningu lóðanna og að gera þyrfti grein fyrir vatnstökusvæði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerði í mars 2024 breytingu á uppdrættinum í framhaldi af athugasemdum Skipulagsstofnunar og sendi til bæjarstjórnar og taldi jafnframt ekki ástæðu til að auglýsa skipulagið að nýju.

DEILA