„Frábært að vera kominn aftur“ – Friðrik Þórir ráðinn þjónustustjóri VÍS á Ísafirði

Friðrik Þórir Hjaltason hefur verið ráðinn þjónustustjóri VÍS á Ísafirði. Friðrik er fæddur og uppalinn á Ísafirði og hefur leikið knattspyrnu með Vestra undanfarin ár.

„Það er gaman að vera kominn aftur á heimaslóðir og ég er fullur tilhlökkunar að kynnast viðskiptavinum okkar enn betur á Vestfjörðum og Vesturlandi. Við hjá VÍS leggjum mikið upp úr því að veita afbragðsþjónustu og ég er spenntur að takast á við þær áskoranir sem því fylgja. Ég er að taka við mjög góðu búi af Guðna sem hætti á dögunum en ég fékk að læra af honum í nokkurn tíma, auk þess sem hann kemur reglulega í kaffi til okkar að taka stöðuna á okkur.“ Segir Friðrik léttur í skapi.

Fluttur til baka

Friðrik Þórir er fæddur og uppalinn á Ísafirði og er að flytja til baka eftir nám fyrir sunnan. „Fólk kannast mögulega betur við foreldra mína, þau Hjalta Karls og Siggu Láru. Ég hef líka verið í fótboltanum alla mína tíð og mun spila með Vestra í sumar. Ég fór í nám suður að læra stjórnmálafræði árið 2018 en byrjaði hjá VÍS árið 2022. Ég kom þó alltaf á sumrin til að spila fótbolta en það er frábært að vera alveg fluttur til baka og vera hér yfir veturinn líka.“

Efla þjónustuna

„Í dag erum við þrjú á skrifstofu VÍS á Ísafirði en við erum að leita að öflugum aðila í teymið til að þjónusta viðskiptavini okkar á Vestfjörðum og Vesturlandi. Það er góð stemning hjá okkur og við vinnum þétt með öðru starfsfólki VÍS um allt land. Það er gaman að tilheyra fyrirtæki sem er að efla sig á landsbyggðinni“ segir Friðrik en í byrjun sumars mun ný þjónustuskrifstofa opna í Reykjanesbæ.

Alltaf heitt á könnunni

„Tryggingar eru kannski ekki alltaf skemmtilegar en þess vegna erum við hér, til þess að aðstoða við allt sem viðkemur tryggingum. Svo má líka alltaf spjalla um boltann við mig. Endilega heyrið í okkur eða kíkið til okkar í kaffi!“

Hægt er að ná af Friðriki í síma 5605132 eða fridrikh@vis.is

Skrifstofa VÍS er í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, Hafnarstræti 1.

DEILA