Fiskeldissjóður: Vesturbyggð með 8 umsóknir og sækir um 248 m.kr. styrk

Grunnskólinn á Bíldudal. Mynd: RUV.

Vesturbyggð hefur lagt fram umsóknir um átta verkefni í Fiskeldissjóð og sækir samtals um 248 m.kr. styrk úr sjóðnum.

Langhæsta umsóknin er vegna nýbyggingar á leik- og grunnskóla á Bíldudal en til þessa verkefnis er sótt um 150 m.kr. styrk.

Til endurnýjunar skólalóðar á Patreksfirði er sótt um 41 m.kr. Til þess að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn er sótt um 19.750.000 kr.

Til kaupa og uppsetningar á varmadælu við sundlaugina á Patreksfirði er sótt um 13 m.kr. styrk.

Til rannsóknarrýmis í verbúðinni á Patreksfirði er sótt u 7.175.000 kr styrk.

Til söfnunarsvæðis fyrir úrgang í dreifbýli er sótt um 6 m.kr. styrk. Til þekkingarseturs í Vatneyrarbúð er sótt um 5.828.000 kr. styrk og loks til kaup á rafmagnsvinnubíl 5.390.000 kr.

DEILA