Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi á Vestfjörðum í dag og þar er ekkert ferðaveður segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Lokað er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Dynjandisheiði. Ennfremur er ófær vegur um Gemlufallsheiði, Súgandafjörð, Súðavíkurhlíð og Kettháls.

Kleifaheiði, Hálfdán og Miklidalur eru skráðir með óvissustig og gæti vegurinn lokast með stuttum fyrirvara. Óvissusti er á Flateyrarvegi vegna snjóflóðahættu. Vegurinn er ófær og beðið er með mokstur vegna veðurs.

Snjóþekja er á milli Bolungarvíkur og Súðavíkur ásamt éljagangi eða skafrenningi.

DEILA