Bolungavík: vilja Álftafjarðargöng

Frá grjóthruni á Súðavíkurhlíðinni Myndir aðsendar.

Bæjarstjórn Bolungavíkur ályktaði á fundi sínum í gær um jarðgangaáætlun sem hefur verið lögð fram á Alþingi með samgönguáætlun. Segir að mikilvægt sé að færa Álftafjarðargöng ofar í röðina en þar er lagt til.

„Bæjarstjórn Bolungarvíkur fagnar þeim tillögum um jarðgöng á Vestfjörðum sem fram koma í jarðgangnaáætlun sem lögð er fram í Samgönguáætlun 2024-2038. Forsenda öflugs atvinnu og mannlífs á Vestfjörðum eru öruggar og greiðar samgöngur. Mikilvægt er að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni sameiginlega að því að færa Álftafjarðargöng ásamt öðrum jarðgangnakostum á Vestfjörðum ofar í forgangi en þau eru í dag.“

DEILA