Bauhaus oftast með lægsta verðið

Verð í Bauhaus var oftast lægst í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ  í Bauhaus, Byko og Húsasmiðjunni þann 26. febrúar. Í samanburðinum var verð skoðað á 203 vörum en aðeins sex vörur voru fáanlegar í öllum þremur verslununum.

Bauhaus var með lægsta verðið á 140 vörum, Byko á 48 og Húsasmiðjan á 20.  

Mismargar vörur voru frá hverri verslun í samanburðinum, flestar í Bauhaus, 182, 164 í Byko og 66 í Húsasmiðjunni og er því hjálplegt að skoða þessar tölur sem hlutfall af fjölda vara úr hverri búð í samanburðinum. 

Húsasmiðjan var að meðaltali nokkru dýrari en bæði Byko og Bauhaus. Verð þar var að meðaltali 14% frá lægsta verði í samanburði við Bauhaus og að meðaltali 9% frá lægsta verði í samanburði við Byko. 

Tuttugu og sjö vörur mátti finna í bæði Byko og Húsasmiðjunni. Að jafnaði var verð í Byko 2% frá lægsta verði en 9% frá lægsta verði í Húsasmiðjunni.  

Nánar má lesa um þessa verðkönnun á heimasíðu ASÍ

DEILA