Alþingi: spurt um jarðgöng á Vestfjörðum

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum.

Fyrirspurnin er í tveimur liðum:

1.      Kemur til greina að mati ráðherra að flýta áætluðum framkvæmdum við Súðavíkurgöng samkvæmt jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar, í ljósi þeirra aðstæðna sem íbúar Súðavíkur og nágrennis búa við vegna snjóflóða- og aurskriðuhættu?
2.      Hefur ráðherra íhugað að flýta jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán til að tryggja íbúum svæðisins jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flugsamgöngum allan ársins hring?

Von er á svari innan tíu virkra daga.

DEILA