Vísindaportið: Dr.Christine Palmer með erindi um svepparætur

Í erindinu verður farið yfir hvaða hlutverki svepparætur gegna í íslenskum jarðvegi og áframhaldandi viðleitni fræðimanna til að skilja mikilvægi þeirra fyrir trjárækt, kolefnisgeymslu og líffræðilegan fjölbreytileika vistkerfa. Erindið verður á ensku.

Dr. Palmer er líffræðingur frá Vermont í Bandaríkjunum. Hún er með masterspróf í sameindalíffræði og doktorsgráðu í plöntulíffræði. Dr.Palmer hefur undanfarin tíu ár starfað sem háskólakennari og fræðimaður. Frá árinu 2020 til 2021 dvaldi hún á Íslandi sem Fulbright styrkþegi og vann hjá Skógræktinni þar sem hún rannsakaði hvaða áhrif svepparætur geta haft á jarðveg víðsvegar um landið. Dr.Palmer er nýráðin forstöðumaður School of International Training (SIT) og er með aðsetur í Háskólasetri Vestfjarða.

Erindið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á morgun, föstudag frá kl. 12.10 til 13.00

Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna slóðina hér:

https://eu01web.zoom.us/j/6994747

DEILA