Verknámshús M.Í.: Tálknafjörður ekki með

Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps.

Sveitarstjórn Tálknafjarðar tók fyrir á fundi sínum í gær erindi frá Vestfjarðastofu um þátttöku í nýju verkmenntahúsi Menntaskólans á Ísafirði. Að sögn Lilju Magnúsdóttur odvita hafnaði sveitarstjórnin samhljóða að taka þátt í verkefninu.

Í bókun segir: „Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps tekur undir með bæjarráði Vesturbyggðar að hagsmunir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum af þátttöku í byggingu verknámshús þurfi að vera skýrir svo að sveitarstjórn geti rökstutt þátttöku í verkefninu. Huga þurfi að aðgengi nemenda á öllum Vestfjörðum og hvernig skuli að því staðið. Þá telur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps sig þurfa að taka mið af afstöðu Vesturbyggðar í málinu í ljósi sameiningar sveitarfélaganna nú á vormánuðum. Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps sér sér því ekki fært að taka þátt í byggingu verknámshús við Menntaskólann á Ísafirði eins og það er sett upp.“

Lilja segir að af þessu leiði að  Tálknafjarðarhreppur muni ekki taka þátt í sameiginlegri umsókn í Fiskeldissjóð.

DEILA