Verknámshús M.Í. : Reykhólahreppur vill vera með

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps tók fyrir í síðustu viku erindi vegna byggingar á nýju verknámshúsi við Menntaskólann á Ísafirði.

Bókað var að sveitarstjórn Reykhólahrepps telur verkefnið afar mikilvægt og lýsir hún yfir áhuga á því að taka þátt, en óskaði eftir annarri skiptingu á fjármagni þar sem skólinn þjónustar nærsamfélagið betur en samfélög sem eru lengra í burtu t.d. nemendafjölda.

Var það niðurstaða sveitarstjórnar að óska eftir samtali við Menntaskólann á Ísafirði um þjónustuáætlun skólans við samfélagið og sveitarstjóra var veitt umboð til að semja um málefnið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Strandabyggð hafnaði

Sveitarstjórn Strandabyggðar tók einnig fyrir á fundi sínum í síðustu viku sama erindi. Þorgeir Pálsson oddviti sagði að samgöngutakmarkanir hamli verulega aðgengi nemenda að Menntaskólanum á Ísafirði og lagði til að erindinu yrði hafnað sem sveitarstjórn samþykkti samhljóða.

DEILA