Skíðavikan um páskana

Gleðin er ávallt við völd á Skíðavikunni. Mynd: Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

Skíðavikan verður sett á Silfurtorgi á Ísafirði kl. 17 miðvikudaginn 27. mars.

Lúðrasveitin verður mætt á staðinn, skemmtiatriði, kakó og kökur og svo verður auðvitað sprettgangan.

Þann sama dag, miðvikudaginn 27. mars munu Halldór Smárason og Sæunn Þorsteinsdóttir halda tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, undir yfirskriftinni Hvað nú?

Þau Halldór og Sæunn hafa unnið náið saman undanfarin ár, þar sem Sæunn hefur frumflutt fjölda verka eftir Halldór.

Á þessum tónleikum skarast hlutverkin þar sem um er að ræða flæðandi spunatónleika hvar staður og stund hafa áhrif á sköpun og túlkun. Að öllum líkindum munu þó inn á milli heyrast verk og lög sem eru áheyrendum að góðu kunn.

DEILA